the-european-flame-is
  • Welcome
  • Get started
  • Tools and activities
  • The European Flame
  • National page

Autonomous
vocabulary
learning





A website by The European Flame project
Foto

Með stuðningi “Nám alla ævi” verkefnis Evrópusambandsins


Allar skoðanir sem fram koma á þessari vefsíðu eru skoðanir höfunda og endurspegla ekki endilega skoðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 
Hvorki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins né nokkur aðili í umboði framkvæmdastjórnarinnar ber ábyrgð á efni sem finna má á þessari vefsíðu.

Foto

 
Velkomin á heimasíðuna okkar

European Flame (Evrópski loginn) er Grundtvig verkefni sem er ætlað að hjálpa tungumálakennurum sem vilja kenna nemendum sínum að læra og æfa orðaforða upp á eigin spýtur.

Hugmyndin að nafni verkefnisins kemur frá ólympíska fánanum: þátttökulöndin rétta kyndil þekkingar sinnar og reynslu áfram hvert til annars. Afraksturinn af þessu samstarfi er stafræn þjálfun fyrir kennara. Ef þú ert kennari og vilt aðstoða námsmenn þína við að læra orð sjálfstætt geturðu farið á síðuna Get Started til að finna svör við eftirfarandi spurningum:

- Hvað er sjálfstætt orðaforðanám og af hverju er það mikilvægt?
- Hvernig finn ég út hvað nemendur mínir þurfa að læra?
- Hver er besta námsaðferðin fyrir hvern og einn nemanda minna?
- Hvar get ég fundið verkefni og tól sem henta þörfum þeirra?
- Hvað get ég gert til að hvetja nemendur mína í að halda áfram því sem er vel gert?

Á síðunni Tools and Activities er yfirlit yfir stafræn og ekki stafræn tól og verkefni fyrir sjálfstætt orðaforðanám. Við söfnuðum þeim og flokkuðum þau með flokkunartólum okkar sem við þróuðum meðan á verkefninu stóð. Flokkunin veitir bæði upplýsingar um hagnýt atriði og gæðaflokkun. Með þessum mælikvarða geturðu fundið út hvort viðkomandi æfing eða tól henti þínum nemanda. Til að skilja flokkunina alveg er gott að fara í gegnum stafrænu þjálfunina fyrst.

Á síðunni The European Flame geturðu lesið meira um Flame-hugmyndina að verkefninu.

Allar upplýsingar eru skrifaðar á samskiptamáli verkefnisins (ensku) og síðan þýddar á tungumál hvers þátttökulands. Smelltu á það tungumál sem þú vilt fyrir neðan til að halda áfram:


Hollenska

Þýska

Pólska

Enska

Sænska





Powered by Create your own unique website with customizable templates.